VIGUR ISLAND

Velkomin í Vigur

IMG_0087.jpg
 

Heimskauta Paradís

Vigur, perla Ísafjarðardjúps, geymir sögu náttúru og þjóðar. Hér eru varðveittar nokkrar af elstu byggingum þjóðarinnar, Hér er elsti sjófæri bátur landsinns Vigurbreið, eini báturinn sem eftir er með gamla Djúpbátalaginu og eina vindmyllan sem staðið hefur frá 1860. Hér eru passað upp á hefðir sem eru mikilvægur hluti af íslenskri menningu - allt frá árlegri æðardúns tínslu til sagna um forfeður okkar sem lifðu af því sem landið gefur, fugl, fiskur, selir, og auðvitað eru hér enn fjárhús og fjósið sinnir nú hlutverki sem kaffihús.

Að koma í Vigur er tækifæri til að upplifa dálítið af íslenskri sögu sem og drekka í sig náttúrufegurð Ísafjarðardjúps. Hægt er að fylgjast með æðarkollunum og söfnun og vinnslu æðardúns sem lítið hefur breyst í árhundruð. Njóttu lundabyggðanna meðan þú berð Hjónabandssæluna í kaffihúsinu saman við uppskriftina hennar mömmu. Skoðaðu brot af liðnum tíma í húsi Þjóðminjasafnssins, Viktoríuhúsi, og gangtu upp á top á Borg, hæsta hluta Vigur, á sama tíma og krían í þúsundatali fyllir himininn, Þar sem óviðjafnanlegt útsýni um Djúpið, Snæfjallaströnd og opið haf í átt til grænlands, tekur við.

 
 

Saga náttúru og þjóðar

 
 
 
Vigur-Hestur-MWL0021572.jpg
 

Heimsókn

Það er okkur mikilvægt að viðhalda aðgangi almennings að Vigur svo allir fái tækifæri til að upplifa þennan stórkostlega stað en sérstaklega eru Íslendingar velkomnir. Þegar allt kemur til alls er þetta sameiginlegur náttúru og sögu arfur okkar það er aðeins að þú haldir áfram að koma heimsókn sem gerir okkur kleift að passa upp á þessa gersemi!  Það er hægt að koma í dagsferð með því að fara í eina af fjölda ferða sem fara frá Ísafirði en ekki hika við að hafa samband við okkur beint ef þú vilt heimsækja okkur frá Sudavik. Einnig er hægt að koma og gista hjá okkur - við bjóðum bæði upp á tjaldstæði og gistingu í herbegi. Vinsamlegast skoðið 'Stay' síðuna fyrir frekari upplýsingar.

 
 

Komdu og gistu hjá okkur

 
10212-157-563-COPY-1.png
 

Saga Vigur og þú …

Ertu ættaður frá Vigur eða veistu eitthvað um sögu eyjarinnar eða þeirra sem þar hafa búið? Þá erum við sérstaklega ánægð að heyra frá þér. Við vonumst til að efla sögusafnið hér á eyjunni og safna eins miklu og við getum um mennigarsögu þessa stórkostlega staðar svo saga hans sé varðveitt fyrir komandi kynslóðir. Ef þú ert með sögur, ljósmyndir eða eitthvað sem tengist sögu Vigur, hafðu samband eins og verið hefur er tekið vel á móti öllum sem hafa tengingu við eyjun hvort sem þeir eru uppaldir hér eða hafa verið hér um lengri eða skemmri tíma.